Símenntun

Símenntun á Vesturlandi hefur aðalskrifstofu í Borgarnesi en er einnig með skrifstofu í Ólafsvík. Hlutverk Símenntunar er að auka þekkingu og stuðla að bættum búsetuskilyrðum á Vesturlandi með því að greina og svara menntunarþörf og hvetja til símenntunar í samvinnu við atvinnulíf og íbúa svæðisins.

Símenntun er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 19. febrúar 1999. Hún er með þjónustusamning við ráðuneyti menntamála og fær árlega framlag til að standa straum af hluta launakostnaðar og rekstri húsnæðis. Stofnaðilar eru 34 talsins, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.

Símenntun á Vesturlandi:

Bjarnabraut 8
Borgarnesi
Sími: 437 2390
Netfang: simenntun(hja)simenntun.is

Vefur Símenntunar