Sumarnámskeið fyrir börn

Sumarnámskeiðin eru ætluð þeim börnum sem eru á elsta ári í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla. Námskeiðin eru fjölbreytt og skemmtileg svo almennt ættu allir krakkar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem boðið er upp á á námskeiðunum eru íþróttir, fjallganga, sandkastalagerð, hjóladagur, ratleikur, stíflugerð, sund og fleira.

Sumarnámskeiðin eru auglýst á hverju vori og eru almennt í 4-5 vikur á hverju sumri, í júní og ágúst.