- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Tjaldsvæði Grundarfjarðar
Tjaldsvæðið er staðsett í ofanverðum jaðri bæjarins með einstakt útsýni hvort sem er til sjávar eða fjallgarðsins. Svæðinu er skipt upp í nokkur minni svæði þar sem hver og einn gestur getur fundið náttstað við sitt hæfi.
Á tveimur stærstu svæðunum eru WC með aðstöðu til að vaska upp leirtau ásamt aðgengi fyrir fatlaða. Örstutt í fallegar gönguleiðir bæði við sjóinn og til fjalla eða bara bæjarrölt. Grundarfjörður er rómaður fyrir lognstillu á kvöldin þar sem kvöldsólin nýtur sín til hins ýtrasta.
Stutt er í flesta þjónustu, s.s. verslanir, kaffihús, veitingastaði, hvalaskoðun, kajakleigu eða bara niður á höfn. Allt er í ca. 10 mínútna göngufæri við tjaldsvæðið, en rétt við tjaldsvæðið eru sundlaugin, leikvöllur, sparkvöllur og íþróttavöllur.
Tjaldsvæði Grundarfjarðar á aðild að Útilegukortinu 2020.
Umsjón: Kristín Halla Haraldsdóttir
Netfang: camping(hjá)grundarfjordur.is
Simí: 831 7242
Gjaldskrá tjaldsvæðis (gildir sumarið 2020)
Gjald á sólarhring:
Fullorðnir: 1.300 kr.
Börn yngri en 16 ára: Frítt
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 900 kr.
Rafmagn: 1.000 kr.
Afsláttarkjör:
Þriggja daga dvöl: -15%
Sex daga dvöl: -25%