Eldri borgarar

Þjónusta við eldri borgara er af ýmsum toga hjá Grundarfjarðarbæ og er miðað að því að fólk geti búið heima hjá sér við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem unnt er.

Í þeim tilgangi er boðið upp á félagslega heimaþjónustu, almenna félagsþjónustu, afslátt af garðslætti og ýmislegt fleira. Félagsstarf eldri borgara er blómlegt í bænum og kröftugt öldungaráð gætir hagsmuna eldri borgara í Grundarfirði og er bæjarstjórn til ráðgjafar um þau málefni.

Heilsuefling íbúa 60+
Félag eldri borgara í Grundarfirði í samvinnu við Grundarfjarðarbæ, stendur að heilsueflingu fyrir íbúa sem eru 60 ára og eldri eða búa við örorku með góðum stuðningi Grundarfjarðardeildar RKÍ, aðkomu HVE og fleiri.

  

 

Ýtið á myndina til að sjá hana stærri.