Félags- og skólaþjónustan

Aðalskrifstofa Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga er að Klettsbúð 4 á Hellisandi, Snæfellsbæ. Félags- og skólaþjónustan sér um öll málefni á sviði skólaþjónustu, félagsþjónustu, barnaverndar og málefna fatlaðra á Snæfellsnesi í umboði allra sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.

Sérfræðiþjónusta FSS við leik- og grunnskólanna á Snæfellsnesi er fólgin í því að veita skólunum sérfræðiaðstoð grundvallaða á gildandi ákvæðum laga og reglugerða um þessar skólastofnanir auk þess að veita öllum aðilum skólasamfélagsins ráðgjöf. Einnig annast og skipuleggur skólaþjónustan sameiginlegt námskeiðahald og endurmenntun kennara og starfsfólks og styður við forvarnarstarf í samvinnu við skólastofnanir, ráðuneyti, sveitarfélög, heilsugæslu, lögreglu, fagstofnanir og félagasamtök.

Félags- og skólaþjónustan:

Klettsbúð 4
Hellissandi, Snæfellsbæ
Sími: 430 7800
Netfang: fssf(hja)fssf.is

Vefur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga