Almenningssamgöngur

Strætóferðir eru milli Grundarfjarðar og Reykjavíkur alla daga yfir sumartímann.

Á veturna eru ferðir á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum.

Strætóferðir eru milli Hellissands, Grundarfjarðar og Stykkishólms sömu daga. Að auki er ekið til Arnarstapa á sumrin. 

Strætómiðar fást í Sögumiðstöðinni. 

Strætó
Tímatafla fyrir Vestur- og Norðurland