Menningarmál í Grundarfjarðarbæ einkennast af miklu félagsstarfi einstaklinga í yfir 20 félögum. Námskeið, hátíðir og viðburðir eru allt árið.


Aðstaða til félagsiðkunar er af ýmsu tagi: Samkomuhús Grundarfjarðar, Sögumiðstöðin í Grundarfirði, íþróttahúsið, Félagsmiðstöðin Eden, Verkalýðsfélagshúsið, Fjölbrautaskóli Snæfellinga, klúbbhús nokkurra félaga og kirkjan.

Utandyra er íþróttavöllurinn, Þríhyrningurinn, Steinatjarnartúnið/Paimpolgarðurinn, aðkomusvæði skógræktarinnar, gönguleiðir,  skíðasvæðið og náttúran öll til útiveru og sjóferða.