Bókasafn Grundarfjarðar 

Bókasafnið  er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 14:00-16:00 á veturna og 14:00-17:00 á sumrin.

Stafrænt bókasafnskort í símann þinn.

Inngangur að bókasafninu frá samkomusal.

Starfsemi

Foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur (og öll hin):  Barnabækurnar eru allt í kringum sófana og gott útsýni yfir miðbæinn og Framsveitina.  Hægt er að kíkja við í Bæringsstofu eða setjast inn í salinn þegar ekki er dagskrá í gangi. 

Safnkostur Bókasafns Grundarfjarðar (og grunnskólans) telur nú rúmlega 25 þúsund bindi og er staðsettur á þremur stöðum, á bókasafninu, bókageymslu og í grunnskólanum.   
 
Skilaboð með ábendingu um skiladag berast notendum nokkrum dögum fyrir áætlaðan skiladag og ef svarað er berst svarpóstur beint til Bókasafns Grundarfjarðar. Hægt að framlengja lánin. 
 
Leshópar. Skoðið Hugmyndir og Köttur úti í mýri til að fá leðsögn um það.
 

Bókasafn Grundarfjarðar varð 100 ára árið 2023.

Saga Bókasafns Grundarfjarðar 1923-2023

 

 
 
 
 
 
Bókageymslan er í kjallara að að Grundargötu 30. 
Í Leitum.is sést hvaða bækur eru í geymslu en það er rúmlega helmingur safnkostsins (https://grundarfjordur.leitir.is/). 
 
 
Rétt er að minna á Rafbókasafnið sem er sameiginlegt rafbóka- og hljóðbókasafn almenningsbókasafna á Íslandi. Gilt árskort með notandanafni (kortnúmeri) og lykilorði veitir aðgang. Fáið hvortveggja uppgefið á bókasafninu eða prófið leiðbeiningar hjá Borgarbókasafninu.  Í Grundarfirði er ekki greitt árgjald.  
 
 
Bókasafnið veitir nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga aðstoð og fyrirgreiðslu eftir föngum. 
Nemendur í fjarnámi í öðrum skólum og háskólastúdentar eru hvattir til að leita til bókasafnsins eftir þörfum.
Millisafnalán - upplýsingaleit, tilsögn og upplýsingar um vinnuaðstöðu.

_____________________________________________________  

 

Forstöðumaður bókasafns og menningarmála er Lára Lind Jakobsdóttir.

Starfsmaður skólabókasafns er G. Lilja Magnúsdóttir.
 
Bókasafn Grundarfjarðar
Grundargötu 35
Sími 438 1881
Netfang: bokasafn@grundarfjordur.is.
 

Bókasafnið á Facebook

Skólabókasafnið á Facebook

 

Uppfært í júlí 2024.