Bókasafn Grundarfjarðar 1923-2023

Í Sögumiðstöðinni. Þar er líka Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar.

Bókasafnið  er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 13:00-17:00 á veturna.

Opið með upplýsingamiðstöðinni á sumrin.

 Afmælismánuður  í bókasafninu

 

Starfsemi

Foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur (og öll hin):  Barnabækurnar eru allt í kringum sófana og gott útsýni yfir miðbæinn og Framsveitina.  Hægt er að kíkja við í Bæringsstofu eða setjast inn í salinn þegar ekki er dagskrá í gangi. 

  • Á haustin og vorin hef ég boðið lánþegum upp á sumar- og vetrarlán á bókum og eru skiladagar 30. september og 30. apríl. Margir hafa nýtt sér þetta og líkað vel.
Safnkostur Bókasafns Grundarfjarðar (og grunnskólans) telur nú tæplega 30 þúsund bindi og er staðsettur á þremur stöðum, í Sögumiðstöð, bókageymslu og í grunnskólanum.   
 
  • Hægt er að skila bókum í kassa við afgreiðsluna og skrá útlán þegar húsið er opið vegna annarrar starfsemi og starfsfólk bókasafnsins er ekki við. Athugið að sektir á eintak á dag eru 30 kr.
Verið dugleg að svara skilaboðum með viðvörun um skiladag sem berast ykkur nokkrum dögum fyrir áætlaðan skiladag. Oftast er hægt að framlengja lánin.
 

Gramsað í geymslunni!

Geymslan er í kjallara að að Grundargötu 30. Sjá myndir: xx  xx  xx. Hægt er að panta fylgd niður í geymslurnar. Sjá upplýsingar neðst.

Leshópar. Það er auðvelt að starta leshóp. Skoðið Hugmyndir og Köttur úti í mýri til að fá leðsögn um það.

Fréttabréf Bókasafns Grundarfjarðar kom út í nóvember 2022. Í því er einnig fjallað um aðra starfsemi í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði.

Fréttabréf 2022

 

 
 
 
 
 
 
 
Í Leitum.is sést hvaða bækur eru í geymslu en það er rúmlega helmingur safnkostsins (https://grundarfjordur.leitir.is/). 
Pantanir á bókum úr geymslu er gott að fá í tölvupósti á bokasafn (hjá) grundarfjordur.is.
Pöntun á bókum er hægt að sækja á bókasafnið eða fá sent heim.
 
Rétt er að minna á Rafbókasafnið sem er sameiginlegt rafbóka- og hljóðbókasafn almenningsbókasafna á Íslandi. Gilt árskort með notandanafni og lykilorði veitir aðgang. Fáið hvortveggja uppgefið á bókasafninu. Í Grundarfirði er ekki greitt árgjald.  
Skoðið það úrval íslenskra bóka sem komið er inn á Rafbókasafnið
 
 
Bókasafnið veitir nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga aðstoð og fyrirgreiðslu eftir föngum. 
Nemendur í fjarnámi í öðrum skólum og háskólastúdentar eru hvattir til að leita til bókasafnsins eftir þörfum.
Millisafnalán - upplýsingaleit, tilsögn og upplýsingar um vinnuaðstöðu. Gjald fyrir millisafnalán er 900 kr.

_____________________________________________________  

Veðráttulýsingar sr. Jens V. Hjaltalín

Veðráttulýsingar voru skrifaðar af prestum á Íslandi til að halda saman vitneskju um veðurfar frá ári til árs og almennum upplýsingum um mannlíf í sveitum. Sr. Jens skrifaði oftast frá 1. vetrardegi til sumars hvert ár. Meira hér. 
Á jólaföstu og jólum 2021 var daglega birt ein færsla frá 1884-1885 og byrjað 1. desember.
_____________________________________________________
Saga sjókvenna á Íslandi. Bókasafnið tekur þátt í verkefni um sýningu um sögu sjókvenna við Breiðafjörð. 
Sjá meira á facebooksíðunni Sjókonur á Snæfellsnesi.
 _____________________________________________________
 

Forstöðumaður er Sunna Njálsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur.

Starfsmaður skólabókasafns er G. Lilja Magnúsdóttir.
 
Bókasafn Grundarfjarðar
Grundargötu 35
Sími 438 1881
Netfang: bokasafn@grundarfjordur.is.
 

Bókasafnið á Facebook
Skólabókasafnið á Facebook

Uppfært í maí 2023. SuN