Bókasafn Grundarfjarðar

Í Sögumiðstöðinni. Þar er líka Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar.

Bókasafnið  er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 13:00-17:00.

 

Gramsað í geymslunni!

Geymslan er í kjallara að að Grundargötu 30. Sjá myndir: xx  xx  xx. Hægt er að panta fylgd niður í geymslurnar. Sjá upplýsingar neðst.

Leshópar. Veitt er aðstoð til að starta leshóp og leiðsögn eftir þörfum. Hafið samband við starfsfólk. Hugmyndir og Köttur úti í mýri.

 

Fréttabréf Bókasafns Grundarfjarðar kom út í nóvember 2022. Í því er einnig fjallað um aðra starfsemi í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði.

Fréttabréf 2022

Starfsemi

Foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur:  Barnabækurnar eru allt í kringum sófana og gott útsýni yfir miðbæinn og Framsveitina.

Safnkostur Bókasafns Grundarfjarðar (og grunnskólans) telur nú tæplega 30 þúsund bindi og er staðsettur á þremur stöðum, í Sögumiðstöð, bókageymslu og í grunnskólanum.
Hægt er að skila bókum í kassa við afgreiðsluna og skrá útlán þegar húsið er opið vegna annarrar starfsemi og starfsfólk bókasafnsins er ekki við. Athugið að sektir á eintak á dag eru 30 kr.
Verið dugleg að svara skilaboðum með viðvörun um skiladag sem berast oftast nokkrum dögum fyrir áætlaðan skiladag.
 
 
 
 
 
 
 
Í Leitum.is sést hvaða bækur eru í geymslu en það er rúmlega helmingur safnkostsins (https://grundarfjordur.leitir.is/). 
Pantanir á bókum úr geymslu er gott að fá í tölvupósti á bokasafn (hjá) grundarfjordur.is.
Pöntun á bókum er hægt að sækja á bókasafnið eða fá sent heim.
 
Rétt er að minna á Rafbókasafnið sem er sameiginlegt rafbóka- og hljóðbókasafn almenningsbókasafna á Íslandi. Gilt árskort með notandanafni og lykilorði veitir aðgang. Fáið hvortveggja uppgefið á bókasafninu. Í Grundarfirði er ekki greitt árgjald.  
Því miður er úrval íslenskra bóka lítið á Rafbókasafninu.
 
Bókasafnið veitir nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga aðstoð og fyrirgreiðslu eftir föngum. 
Nemendur í fjarnámi í öðrum skólum og háskólastúdentar eru hvattir til að leita til bókasafnsins eftir þörfum.
Millisafnalán - upplýsingaleit, tilsögn og upplýsingar um vinnuaðstöðu. Gjald fyrir millisafnalán er 900 kr.

_____________________________________________________  

Veðráttulýsingar sr. Jens V. Hjaltalín

Veðráttulýsingar voru skrifaðar af prestum á Íslandi til að halda saman vitneskju um veðurfar frá ári til árs og almennum upplýsingum um mannlíf í sveitum. Sr. Jens skrifaði oftast frá 1. vetrardegi til sumars hvert ár. Meira hér. 
Á jólaföstu og jólum 2021 var daglega birt ein færsla frá 1884-1885 og byrjað 1. desember.
_____________________________________________________
Saga sjókvenna á Íslandi. Bókasafnið tekur þátt í verkefni um sýningu um sögu sjókvenna við Breiðafjörð. 
Sjá meira á facebooksíðunni Sjókonur á Snæfellsnesi.
 _____________________________________________________
 

Forstöðumaður er Sunna Njálsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur.

Starfsmaður skólabókasafns er G. Lilja Magnúsdóttir.
 
Bókasafn Grundarfjarðar
Grundargötu 35
Sími 438 1881
Netfang: bokasafn@grundarfjordur.is.
 

Bókasafnið á Facebook
Skólabókasafnið á Facebook

Uppfært í nóvember 2022. SuN