Þjónusta í Grundarfirði

Í Grundarfirði er heilsugæsla með sjúkrabifreið og þjónustu sjúkraþjálfara. Bókasafn og upplýsingamiðstöð, björgunarsveit og að sjálfsögðu vel búið slökkvilið sem tekur þátt í samstarfi á Snæfellsnesi.  Stuðningur við félags- og heilsurækt aldraðra og öryrkja er þó nokkur og mikil starfsemi íþróttafélaga fer fram með stuðningi bæjarins.