Menningar- og félagslíf í Grundarfirði blómstrar, þorps- og sveitamenning nýtur sín með öflugri þátttöku íbúanna. Hér starfar öflugt félag eldri borgara, skotfélag, björgunarsveit, kvenfélag, Lions og fjöldi annarra afþreyingar- og líknarfélaga.

Tvær kirkjur eru í Setbergssókn og nýtur Kaþólska kirkjan þess að hafa athafnir sínar í Grundarfjarðarkirkju.

Hollvinafélagið Eyrbyggjar hefur átt þátt í ýmsum menningarverkefnum og vinabæjasamband við Paimpol í Frakklandi setur svip á bæjarlífið.