Samkomuhús Grundarfjarðar var byggt 1948 og hýsti barnaskóla og bókasafn fyrstu árin og var íþróttahús grunnskólans eftir að hann var byggður á Borgarholtinu 1961.

Samkomuhúsið er aðalsamkomustaður bæjarbúa. Þar eru haldin þorrablót, skemmtanir og tónleikar og aðstaða er fyrir fundi, sýningar og námskeið. 

Samkomuhús Grundarfjarðar 
Sólvöllum 3

Fyrirspurnum um aðstöðu fyrir viðburði og fundi er beint til bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða grundarfjordur@grundarfjordur.is.