Í Grundarfirði...

  • ert þú vel í sveit sett/ur miðsvæðis á Snæfellsnesi. Aðeins tveggja tíma akstur er á höfuðborgarsvæðið.
  • búa tæplega 900 manns í samfélagi sem einkennist af samheldni og jákvæðni.
  • er rólegt og þægilegt andrúmsloft.
  • er fjörugt félagslíf og öflugt menningarstarf.
  • er þjónusta við íbúa sveitarfélagsins góð og hér eru starfræktir öflugir skólar. Leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli og Fjölbrautaskóli Snæfellinga.
  • er öflugt bókasafn.
  • er mikil áhersla lögð á velferð yngri kynslóða og samheldni fjölskyldunnar.
  • er öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf.
  • eru nokkrir veitingastaðir.
  • starfa öflug og traust fyrirtæki í ýmsum greinum atvinnulífsins í hagstæðu rekstrarumhverfi.
  • er gott úrval byggingarlóða bæði fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
  • eru fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar: Hestamennska, fuglaskoðun, sundlaug og íþróttahús, golf, skotsvæði, mótorkrossbraut, gönguleiðir, safn/sögumiðstöð, veiði og margt fleira.
  • og á Snæfellsnesi eru fjölbreytt atvinnutækifæri; við sjávarútveg, kennslu, ferðaþjónustu, heilbrigðisstörf, iðnaðarstörf, háskólasetur, rannsóknarstörf og margt fleira.

 

Húsin í bænum

Bæirnir í sveitinni

Örnefnavefurinn

Málvenjur í Eyrarsveit

Útivistarreglur