Í upphafi ársins 2011 ákváðu aðilar á Snæfellsnesi að kanna hvort það væri álitlegur kostur að stofna svæðisgarð á Snæfellsnesi og var hann stofnaður 2014 af sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi og félagasamtökum sem eru samnefnarar í atvinnulífi á svæðinu.
Tilgangur Snæfellinga og Hnappdæla með stofnun svæðisgarðs er að efla samfélagið, vinna sameiginlega að því að bæta lífsgæði og lífskjör og auka upplifun og vellíðan íbúa og gesta.
Sveitarfélögin létu vinna svæðisskipulag árið 2012 fyrir Snæfellsnes í nánu samstarfi við atvinnulífið, félagasamtök og íbúa.

Svæðisskipulag Snæfellsness  

Svæðisgarður er fjölþætt samstarf fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka á svæði sem myndar samstæða landslags- og menningarlega heild.

Svæðisgarðurinn vinnur hin ýmsu verkefni sem eru sameiginleg sveitarfélögunum á Snæfellsnesi.
Sameiginlegt markaðsstarf í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi, áfangastaðaáætlun, vinnusmiðjur í t.d. upplifun á mat og námskeið fyrir starfsfólk og eigendur í ferðaþjónustu eru stórir liðir í starfseminni. Leitast er við að leiða saman starfskrafta til hátíðarhalda, íþróttadaga, barnamenningarhátíða, listsýninga og strandhreinsunar.
Svæðisgarðurinn rekur upplýsingamiðstöð Snæfellsness sem er net yfir allt Snæfellsnes og eru höfuðstöðvarnar í félagsheimilinu á Breiðabliki.

Ragnhildur Sigurðardóttur umhverfisfræðingur er framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes. 

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes  
Fundargerðir