- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Félag eldri borgara var stofnað 1992. Í október 2009 voru félagar 79 og hittast á fundum 12-15 sinnum á ári. Tilgangur félagsins er að viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu. Spjalla saman og spila á spil. Leikfimi, föndur og Boccia, dansa og syngja. Gönguferðir og ferðalög. Hlúa að mannlegum samskiptum og fleira og fleira. Framtíðardraumar eru þeir að eignast eigið húsnæði til að koma saman á hverjum degi og bæta samfélagið.
Kvenfélagið Gleym mér ei
Kvenfélagið gleym mér ei var stofan 10.júlí árið 1932.
Markmið félagsins er að vinna að hagsmuna og réttindamálum kvenna, efla húsmæðrafræðslu, heimilisiðnað og garðyrkju. Styðja við líknar og mannúðarstarfsemi.
Til að ná þessum markmiðum stendur félagið fyrir ýmiss konar uppákomum s.s skemmtisamkomum, fyrirlestrum, námskeiðum og fræðslu.
Allar konur 16 ára og eldri eru velkomnar í félagið og er félagsgjald greitt einu sinni á ári. árið 2020 eru 72 konur á aldrinum 24 til 90 ára í félaginu.
Golfklúbburinn Vestarr
Golfklúbburinn Vestarr var stofnaður 27 júlí 1995. Heimavöllur klúbbsins er á Bárarvelli í landi Suður-Bár, Grundarfirði.
Góð aðstaða er á Báravelli, golfskáli sem tekur ca 40 manns í sæti. Báravöllur hefur í gegnum tíðina fengið mikið lof fyrir að vera skemmtilegur og vel hirtur völlur sem liggur vel í landslaginu. Og ekki skemmir útsýnið yfir Grundarfjörð og út á Breiðafjörð með allri þeirri fegurð sem því fylgir.
Félagsmenn eru um 85 og er nokkuð jafnt hlutfall karla og kvenna. Gott félagsstarf er í klúbbnum þar sem lög er áhersla á skemmtun í bland við keppni.
Formaður 2020: Garðar Svansson
Gjaldkeri: Anna María Reynisdóttir
Ritari: Jófríður Friðgeirsdóttir
Köttur úti í mýri
Leshópurinn Köttur út í mýri er hópur áhugafólks um lestur og lestrarmenningu. Hópurinn samanstendur af 15 einstaklingum sem hittast reglulega og ræða bókmenntir. Markmið leshópsins er að efla lestur í sínu nærumhverfi, stuðla að umræðu um bækur og lestrarmenningu.
Hópurinn hefur starfrækt bókamarkað á sumrin að Borgarbraut 2, Grundarfirði, staðið fyrir allskyns uppákomum þar sem lestur er í aðalhlutverki og staðið fyrir bókakynningum þar sem nýjustu skáldverk eru kynnt hverju sinni.
Kristín Alma Sigmarsdóttir, sími: 848 5313
Lilja Magnúsdóttir, sími: 7857840
Lína Hrönn Þorkelsdóttir, sími: 6984832
liljamagg@gmail.com
www.instagram.com/kotturutiimyri/
Skátafélagið Örninn - Æskulýðsfélag Setbergssóknar
Skátafélagið Örninn - Æskulýðsfélag Setbergssóknar er með starf fyrir ungmenni 8-15 ára í kirkjunni vikulega yfir vetrartímann. Aldurshóparnir eru þrír: Drekaskátar 8-9 ára; Fálkaskátar 10-12 ára; Dróttskátar 13-15 ára.
Skátastarfið er fjörugt og fullt af leik. Það er sungið, dansað, sprellað, föndrað, fræðst, keppt, kannað og pælt. Lögð er rík áhersla á samvinnu, sjálfstæði og gleðina í öllum hlutum skátastarfsins.
Stundatafla hvers starfsárs er unninn í samstarfi við UMFG og birtist að hausti.
Aðalsteinn Þorvaldsson, S: 862 8415 adalsteinn.thorvaldsson@kirkjan.is
Skotgrund Skotfélag Snæfellsness
Skotfélag Snæfellsness var stofnað þann 10. október árið 1987. Æfingaaðstaða Skotfélags Snæfellsness er í rólegu og fallegu umhverfi skammt frá Grundarfirði. Landið er í eigu Grundarfjarðarbæjar og hefur félagið verið með það á leigu frá árinu 1988.
Á svæðinu er að finna félagshúsnæði félagsins, leirdúfuskotvöll og riffilbraut þar sem bæði er hægt að sitja úti og inni við skotæfingar.
Formaður: Jón Pétur Pétursson
skotgrund@gmail.com
www.skotgrund.is
Ungmennafélag Grundarfjarðar - UMFG
Ungmennafélag Eyrarsveitar var stofnað 10 júlí 1933. Á fyrsta ári var gefið út blaðið Dagbrún, að sjálfsögðu handskrifað og lesið upp á félagsfundum. Fyrsti ritstjóri var Karl Kristjánsson, Grund. Þetta blað kom út reglulega allt til 1942. Einnig var eitt af fyrstu verkum félagsins að koma upp bókasafni. Það gekk mjög vel, því að 1929 voru til 200 bækur. Þetta bókasafn var starfrækt á vegum ungmennafélagsins til 1956, er hreppurinn yfirtók bókasafnið.
Árið 1943, þegar félagið var 10 ára, gáfu nokkrir félagsmenn silfurskjöld er ber nafnið Steinþórsskjöldur, til minningar um kappann Steinþór Þorláksson á Eyri (Hallbjarnareyri). Um þennan skjöld hefur síðan verið keppt á hverju ári í frjálsum íþróttum. Fyrsta keppnin fór fram 1943 og varð þá hlutskarpastur Einar Skarphéðinsson, Hjarðarbóli. Allir fyrstu kappleikirnir fóru fram á Hallbjarnareyri í Eyrarodda.
Það sem mest háði starfsemi félagsins var húsleysi. Hafist var handa við að byggja samkomuhús árið 1944. Ungmennafélagið lagði til helming á móti hreppsfélaginu. Hlutur ungmennafélagsins var að vísu eingöngu dagsverk. Árið 1946 var húsið langt komið og byrjaði þá félagið á íþróttavelli, sem var staðsettur við samkomuhúsið.
Formaður 2020: Sigríður G. Arnardóttir
Ritari: Lísa Ásgeirsdóttir
Gjaldkeri: Tómas Freyr Kristjánsson
Meðstjórnandi: Guðbrandur Gunnar Garðarsson
Meðstjórnandi: Ragnar Smári Guðmundsson
sirryarnard@simnet.is
https://umfg.weebly.com/ (vefsíða enn í vinnslu)
Félagar úr Lionsklúbbi Stykkishólms stofnuðu klúbbinn í Grundarfirði. Unnu þeir að stofnuninni í samráði við heimamenn í Grundarfirði og umdæmisstjóra Lions. Var 22 körlum boðið að gerast stofnfélagar. Stofnfundur var síðan haldinn í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju 28.jan 1972 sem síðan var fundarstaður klúbbsins um langa hríð. Stofnskrárhátíð Lionsklúbbs Grundarfjarðar var síðan haldin í Samkomuhúsi Grundarfjarðar 22.apríl 1972. Mjög var vandað til þessarar hátíðar. Matur var fenginn og þjónusta frá Hótel Borgarnesi var hann hinn lystilegasti og vel fram borinn.
Fundarstaður Lions klúbbs Grundarfjarðar er nú í Sögumiðstöðinni og er fundað þar að jafnaði 3 miðvikudag í mánuði kl.19.00 og síðan eru einnig verkefna fundir einu sinni á mánuði.
Formaður: Anna Kristín Magnúsdóttir