Breytt heimilisfang

Eftir búferðaflutninga á Íslandi þarf að skrá nýtt heimilisfang innan sjö daga og skal það gert á vefnum. Ekki er hægt að skrá heimilisfangið fyrirfram.

Ef þú flytur frá útlöndum og ætlar að dvelja í sex mánuði eða lengur þarf að skrá aðsetur. Það getur skipt máli hvaðan þú flytur en frekari upplýsingar fást á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Kalt vatn

Orkuveita Reykjavíkur sér um vatnsveitu Grundarfjarðar. Kalt vatn er ekki greitt samkvæmt mæli. Sjá verðskrá.

Rafmagn

Hægt er að kaupa rafmagn hjá nokkrum rafveitum. Vatn er hitað með rafmagni, bæði til húshitunar og heimilisnotkunar. Grundarfjörður er á einum af svonefndum köldum svæðum á Íslandi en flest hús á Íslandi eru kynt með jarðhita.

Leik- og grunnskólar

Leikskólinn Sólvöllum tekur á móti börnum frá 12 mánaða aldri.

Grunnskólinn hefur starfsemi sína í ágúst og lýkur í byrjun júní.

Fjölbrautaskólinn á Snæfellsnesi er staðsettur í Grundarfirði og tekur á móti nemendum frá öllu Snæfellsnesi sem staðist hafa grunnskólapróf. Eftir útskrift geta nemendur sest á skólabekk í hinum ýmsu háskólum á Íslandi.  

Heilsugæsla

Heilsugæslan í Grundarfirði er opin mánudaga-föstudaga kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00.

Heimilisfang: Hrannarstígur 7, 350 Grundarfjörður
Sími 432 1350

Utan þjónustutíma er hægt að fá samband við bakvakt læknaþjónustu í síma 1700.
Við slys eða neyðarástand skal hringja í síma 112.
Vefur HVE, Heillbrigðisstofnunar Vesturlands

Lyfjameðferð

Lyfja, apótekið er opið frá mánudögum til föstudaga kl. 12:00-18:00.

Heimilisfang: Grundargata 38, 350 Grundarfjörður
Sími 438 6745
Apótek Lyfju í Grundarfirði

Tannlæknaþjónusta

Næsti tannlæknir er í Ólafsvík – Ari Bjarnason

Heimilisfang: Engihlíð 28, 355 Ólafsvík
Sími 436 1010
Tannlæknaþjónusta á starfsstæði HVE, Heillbrigðisstofnunar Vesturlands

Sjúkrahús

Héraðssjúkrahús Vesturlands er á Akranesi og er opið allan sólarhringinn.

Heimilisfang: Merkigerði 9, 300 Akranes
Sími 432 1000
Vefur HVE, Heillbrigðisstofnunar Vesturlands

Póstþjónusta

Pósturinn hefur aðsetur í matvöruversluninni og er opinn frá mánudögum til föstudaga kl. 11:00-15:00.

Heimilisfang: Grundargata 38, 350 Grundarfjörður

Hraðbanki - ATM 

Hraðbanki Aríonbanka – Opið allan sólarhringinn
Heimilisfang: Grundargata 30, 350 Grundarfjörður

Hraðbanki Landsbanka – Opið á tíma matvöruverslunarinnar
Heimilisfang: Grundargata 38, 350 Grundarfjörður

Sorp og sorpflokkun

Sorp í Grundarfirði er flokkað í þrjá flokka.

Græna tunnan, er fyrir öll endurnýtanleg efni s.s. pappír, plast og málma.
Gráa tunnan er fyrir allan óflokkanlegan heimilisúrgang.
Brúna tunnan er fyrir lífrænan úrgang. 

Opnunartími Íslenska gámafélagsins í Grundarfirði er:

Mánudagar og fimmtudagar kl 16:30-18:00
Laugardagar kl 12:00-14:00.

Sorphirðudagatal 2021