Breytt heimilisfang

Eftir búferlaflutninga á Íslandi þarf að skrá nýtt heimilisfang innan sjö daga og skal það gert á vefnum. Ekki er hægt að skrá heimilisfangið fyrirfram.

Ef þú flytur frá útlöndum og ætlar að dvelja í sex mánuði eða lengur þarf að skrá aðsetur. Það getur skipt máli hvaðan þú flytur en frekari upplýsingar fást á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Kalt vatn

Veitur ohf. sjá um vatnsveitu Grundarfjarðar. Kalt vatn er ekki greitt samkvæmt mæli. Sjá verðskrá.

Rafmagn

Hægt er að kaupa rafmagn hjá nokkrum rafveitum. Vatn er hitað með rafmagni, bæði til húshitunar og heimilisnotkunar. Grundarfjörður er á einum af svonefndum köldum svæðum á Íslandi en flest hús á Íslandi eru kynt með jarðhita.

Leik- og grunnskólar

Leikskólinn Sólvellir tekur á móti börnum að jafnaði frá 12 mánaða aldri.

Grunnskóli Grundarfjarðar hefur starfsemi sína í ágúst og lýkur í lok maí eða byrjun júní.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er staðsettur í Grundarfirði og tekur á móti nemendum af öllu Snæfellsnesi sem staðist hafa grunnskólapróf, auk þess sem rekin er framhaldsskóladeild á sunnanverðum Vestfjörðum. Tíundu bekkingar geta tekið staka áfanga leyfi námsárangur það. Skólinn er einnig með öflugt fjarnám sem hentar fólki víðsvegar um heiminn.

Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan í Grundarfirði er rekin af Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE).
Stöðin er opin mánudaga-föstudaga kl. 8:00-15:00.

Heimilisfang: Hrannarstígur 7, 350 Grundarfjörður
Sími 432 1350

Utan þjónustutíma er hægt að fá samband við bakvakt læknaþjónustu í síma 1700.
Við slys eða neyðarástand skal hringja í síma 112.
Vefur HVE, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Lyfjaverslun

Lyfja rekur lyfjaafgreiðslu og er hún opin frá mánudögum til föstudaga kl. 12:00-18:00.

Heimilisfang: Grundargata 38, 350 Grundarfjörður
Sími 438 6745
Apótek Lyfju í Grundarfirði

Tannlæknaþjónusta

Næsti tannlæknir er í Ólafsvík – Ari Bjarnason

Heimilisfang: Engihlíð 28, 355 Ólafsvík
Sími 436 1010
Tannlæknaþjónusta á starfssvæði HVE, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Sjúkrahús

Héraðssjúkrahús Vesturlands er á Akranesi og er opið allan sólarhringinn.

Heimilisfang: Merkigerði 9, 300 Akranes
Sími 432 1000
Vefur HVE, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Póstþjónusta

Pósturinn hefur afgreiðslu í Kjörbúðinni og er hún opin á mánudögum til föstudaga kl. 11:00-15:00.

Heimilisfang: Grundargata 38, 350 Grundarfjörður

Hraðbanki - ATM 

Hraðbanki Arionbanka – Opið allan sólarhringinn
Heimilisfang: Grundargata 30, 350 Grundarfjörður

Hraðbanki Landsbanka – Opið á opnunartíma matvöruverslunarinnar (Kjörbúðin)
Heimilisfang: Grundargata 38, 350 Grundarfjörður

Sorp og sorpflokkun

Sorp í Grundarfirði er flokkað í þrjá flokka, en breytingar verða þó á því á árinu 2024.

Græna tunnan, er fyrir öll endurnýtanleg efni, s.s. pappír, plast og málma.
Brúna tunnan er fyrir lífrænan úrgang. 
Gráa tunnan er fyrir allan óflokkanlegan heimilisúrgang.

Opnunartími gámastöðvar Grundarfjarðarbæjar, sem rekin er af Íslenska gámafélaginu, fyrir bæinn, er sem hér segir:

Mánudagar og fimmtudagar kl 16:30-18:00
Laugardagar kl 12:00-14:00.

Sorphirðudagatal 2024

Ýmis önnur þjónusta 

Hér má finna yfirlit yfir aðra þjónustu í Grundarfirði