Bæjarhátíðir, gönguleiðir og aðrir viðburðir.

Viðburðadagatal

Náttúran, mannlífið og sagan laða marga ferðamenn, erlenda sem innlenda, til Grundarfjarðar. Kostir þess að una í ró og fegurð náttúrunnar eru metnir sem forréttindi fyrir þá sem lifa við ys og þys stórborganna. Fólk sem nýtur náttúru Grundarfjarðar og blandar sér í samfélag staðarins fagnar þeirri algjöru hvíld sem býðst á þessum friðsæla stað. Að geta á örskömmum tíma orðið sem einn íbúa bæjarins er kostur sem fólk frá fáskiptu borgarsamfélagi kann að meta og margir nýta sér.