Sögumiðstöðin í Grundarfirði hýsir bókasafn, upplýsingamiðstöð, Bæringsstofu, Ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar, leikfangasafnið Þórðarbúð og bátinn Brönu og sýningu í kringum hana.

Bókasafn Grundarfjarðar fluttist í Sögumiðstöðina haustið 2013. 

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er rekin í Sögumiðstöðinni með aðgang að tölvu og þráðlausu Interneti / WiFi. 

Bæringsstofa: Ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar (1923-2002). Hægt er að setjast inn á Bæringsstofu, ljósmyndasafnið, og skoða þar sýningu á myndavélum Bærings og skjásýningu með gömlum og nýjum myndum úr byggðarlaginu.

Í Vestursal og Bæringsstofu er aðstaða fyrir námskeið og fyrirlestra. Fyrirspurnum um aðstöðu fyrir viðburði og fundi er beint til bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða grundarfjordur@grundarfjordur.is.

Sýningar Sögumiðstöðvarinnar og Bæringsstofu eru opnar á opnunartíma bókasafnsins og upplýsingamiðstöðvarinnar og er frítt inn. ​

Kaffihúsið Kaffi Emil var rekið í Sögumiðstöðinni við góðan orðstý frá aldamótum til haustsins 2019. Það er kennt við Emil Magnússon fyrrum kaupmann en hann byggði húsið sem Sögumiðstöðin er í þar sem hann rak Verslunina Grund, fyrst með sjoppu og bensínsölu og síðar matvöruverslun og blómabúð.

 

Sögumiðstöðin í Grundarfirði
Grundargötu 35
Sími 438 1881