Sögumiðstöðin í Grundarfirði hýsir bókasafn, Bæringsstofu, Ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar og og samkomusal.

(Leikfangasafnið Þórðarbúð og báturinn Brana og sýning í kringum hana eru lokuð meðan á endurnýjun hluta húsnæðis stendur yfir). 

Bæringsstofa: Ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar (1923-2002). Hægt er að setjast inn á Bæringsstofu, ljósmyndasafnið, og skoða þar sýningu á myndavélum Bærings og skjásýningu með gömlum og nýjum myndum úr byggðarlaginu.

Í miðsal og Bæringsstofu er aðstaða fyrir félagastarfsemi, námskeið og fyrirlestra. Fyrirspurnum um aðstöðu fyrir viðburði og fundi er beint til bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða grundarfjordur@grundarfjordur.is.

Á árum áður var kaffihúsið Kaffi Emil rekið í Sögumiðstöðinni við góðan orðstýr, frá aldamótum til haustsins 2019. Það er kennt við Emil Magnússon fyrrum kaupmann en hann byggði húsið sem Sögumiðstöðin er í. Þar rak hann Verslunina Grund, fyrst með sjoppu og bensínsölu og síðar matvöruverslun og blómabúð.

 

Sögumiðstöðin í Grundarfirði
Grundargötu 35
Sími 438 1881