Eftirfarandi gögn eru hluti af Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039: 

Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039, sveitarfélagsuppdráttur

Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039, þéttbýlisuppdráttur

Skipulagsgreinargerð

Umhverfisskýrsla

 

Endurskoðun aðalskipulagsins

Á árunum 2016-2019 fór fram vinna við heildarendurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðar, en eldra skipulag var frá 2003.  Skipulagstillaga með umhverfisskýrslu var auglýst þann 4. desember 2019. Gafst þá sjö vikna frestur til að gera athugasemdir við tillöguna. Alls bárust sex erindi með athugasemdum við aðalskipulagið.  Skipulagsnefnd fjallaði um athugasemdir á fundum sínum í febrúar og júlí.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á 240. fundi sínum þann 6. júlí 2020 tillögu um Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039. 

Við lokaafgreiðslu aðalskipulags var tekin afstaða til framkominna athugasemda og minniháttar lagfæringar gerðar á tillögunni. Tillagan var send Skipulagsstofnun til staðfestingar þann 8. júlí 2020.

Hér má sjá athugasemdir og umsögn bæjarstjórnar um þær - 218. fundur skipulags- og umhverfisnefndar þann 1. júlí 2020.

Hér má sjá lokaafgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar - 219. fundur skipulags- og umhverfisnefndar þann 6. júlí 2020

Hér má sjá samþykkt bæjarstjórnar á endanlegri aðalskipulagstillögu - 240. fundur bæjarstjórnar þann 6. júlí 2020.

Eftir að gögnin höfðu verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar, bárust nokkrar athugasemdir frá stofnuninni um lokafrágang skipulagsins, gagna og framsetningu þeirra.

Gögn voru lagfærð og endanlega frágengin á fundi skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 30.9.2020 - sjá fundargerð hér

Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á gögnunum þann 8.10.2020 - sjá fundargerð hér

Eftir frágang endanlegra gagna, staðfesti Skipulagsstofnun Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar og skrá yfir vegi í náttúru Íslands, þann 29. apríl 2021. Sjá frétt á vef Skipulagsstofnunar.   

Tilkynning um staðfestingu aðalskipulags var birt í B-deild Stjórnartíðinda 3. maí 2021.  

 

Skipulag sveitarfélaga

Skipulag á að tryggja að land sé nýtt á hagkvæman hátt með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Byggingarleyfi og framkvæmdaleyfi sveitarstjórna þurfa að byggja á skipulagi og vera í samræmi við það.

 

Um skipulagskerfi  

Fundagerðir  skipulags- og umhverfisnefndar

Skipulags- og umhverfisnefnd