Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar
í Sögumiðstöðinni að Grundargötu 35

Upplýsingamiðstöðin í Grundarfirði er í Sögumiðstöðinni þar sem er að finna fjölbreytta starfsemi. Þar er bókasafn bæjarins og sýningar þar sem sjá má bátinn Brönu frá Vatnabúðum og gamalt verkstæði og uppsetningu á Þórðarbúð eins og hún var á jólaföstu upp úr miðri síðustu öld. Gestir geta tyllt sér inn í Bæringsstofu og notið myndasýningar frá seinni hluta síðustu aldar. Kaffi Emil starfaði við góðan orðstý frá því upp úr aldamótum til haustsins 2019. 

Upplýsingamiðstöðin veitir upplýsingar um Grundarfjörð og nágrenni og Snæfellsnesið allt  eftir föngum.  

Opið 16. maí - 15. september, daglega frá 9:00 til 17:00. Óviss opnun 16. september - 15. maí.

Almenningssalerni eru í Samkomuhúsi bæjarins að Sólvöllum 3. 

Yfir vetrartímann er hægt að ná símasambandi við Upplýsingamiðstöðina frá mánudegi til fimmtudags klukkan 13:00 - 17:00 en alla daga vikunnar á sumartíma. Á sama tíma er bókasafnið opið. 

Sími  438 1881.
Netfang: touristinfo(hjá)grundarfjordur.is

Upplýsingamiðstöðin á Facebook

Upplýsingamiðstöð Vesturlands 

  

Grundarfjörður Tourist Information Center
In The Saga Center at Grundargata 35

The Tourist Information Center in Grundarfjörður helps you with information regarding the Snæfellsnes peninsula and other inquiries.

Established in the same building are Bæringsstofa, a photo museum, two tiny exhibitions, and a public library. Kaffi Emil, the famous, good café is closed for now.

Bæringsstofa is a photo museum that offers guests to sit down and watch a slideshow of old photos from Grundarfjörður, bringing them back into the days of old. 

Opening hours:

May 16th - September 15th: daily from 09:00 to 17:00.

September 16th to May 15th, presumably.

During wintertime the info can be reached by telephone Monday-Thursday from 13-17 at the library's opening hours.

Email: touristinfo(hjá)grundarfjordur.is

Tph.:  (354) 438 1881.

Visit West Iceland. Official travel guide