Heilsuefling 60+

Félag eldri borgara í Grundarfirði og Grundarfjarðarbær vinna saman að heilsueflingu fyrir íbúa sem eru 60 ára og eldri eða búa við örorku. 

Markmið heilsueflingarinnar eru að stuðla að auknum lífsgæðum og betri heilsu íbúa, með því að gera hreyfingu að reglulegum þætti í daglegu lífi. Boðið er uppá líkamsþjálfun, ástandsmælingar og fræðsluerindi. Æfingar eru miðaðar við mismunandi getu þátttakenda.

Á Facebook-síðu hópsins er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um æfingatíma og fleira en einnig eru helstu upplýsingar á vef Grundarfjarðarbæjar. 

Verkefnið hófst í janúar 2019 og var farið af stað með það sem þróunarverkefniið "Heilsuefling 60+" og tókst vel til. Starfið hefur verið þróað og lagað að þátttakendum og þörfum þeirra. Nú eru í boði tímar fjórum sinnum í viku, tvisvar í viku í sal íþróttahúss og tvisvar í viku í æfingaaðstöðu Líkamsræktarinnar í Grundarfirði. 

Heilsuefling 60+ á Facebook