Leikskólinn Sólvellir

Leikskólinn Sólvellir er 3ja deilda skóli. Börn geta  byrjað í leikskólanum við 12 mánaða aldur (fyrirvari um laus pláss skv. inntökureglum) og dvalið þar til 5 ára aldurs. Þá tekur við leikskóladeildin Eldhamrar, en starfsemi hennar er í tengslum við Grunnskóla Grundarfjarðar.

Á Sólvöllum leggjum við áherslu á uppeldi til ábyrgðar og erum að undirbúa okkur að verða heilsueflandi leikskóli. Elsti árgangur leikskólans fer í útikennslu einu sinni í viku. Þá er farið út fyrir leikskólann og umhverfið kannað. Elstu börnin fara líka í íþróttahúsið einu sinni í viku og í þeirri heimsókn er komið við  á Eldhömrum og borðaður hádegismatur í grunnskólanum. Aðrir árgangar fara svo í vikulega hreyfistund í samkomuhúsinu. Við leggjum áherslu á góð samskipti og kennarar eru alltaf til staðar sem leiðbeinendur, uppalendur og vinir. Leikskólinn er opinn frá 8:00 - 16:00 en boðið er upp á mismunandi dvalartíma sem hentar hverjum og einum.

Leikskólinn starfar á grunni menntastefnu Grundarfjarðarbæjar 2023-2028.

Heimilisfang:

Leikskólinn Sólvellir
Sólvöllum 1
Sími: 438 6645
Netfang: solvellir(hja)gfb.is
Leikskólastjóri: Margrét Sif Sævarsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri: Heiðdís Lind Kristinsdóttir

Vefsíða Leikskólans Sólvalla