Golfklúbburinn Vestarr

Golfklúbburinn Vestarr var stofnaður 1995 og var byrjað að byggja upp 9 holu golfvöll vorið 1996 í Suður-Bár, sem er við austanverðan Grundarfjörð. Þar er gott land undir golfvöll, þurrt og hæðótt með góðu útsýni yfir fjörðinn.

Völlurinn fékk nafnið Bárarvöllur en Bár (Bari), segir sagan, er á Suður-Ítalíu og er talið að suðrænir sjómenn fyrr á öldum hafi haft kapellu í Bár og heitið á dýrlinga borgarinnar á Ítalíu.

Nafnið Vestarr kemur frá landnámsöld en Vestarr Þórólfsson var fyrsti landnámsmaður í Eyrarsveit. Um hann má lesa í Eyrbyggju en hér er sögusvið hennar. 

Golfklúbburinn Vestarr
Pósthólf 95
350 Grundarfjörður

Sími: 834-0497
Netfang: vestarr33@gmail.com

Vefur: www.gvggolf.is

Bárarvöllur á facebook