Í bókinni „Íslenskar hafnir og hafnargerð“ segir: „Fyrsta bátabryggjan í Grafarnesi var gerð árið 1932 úr grjóti og steinsteypu. Hún náði í fyrstu ekki nema fram undir stórstraumsfjöruborð og varð því að sæta sjávarföllum við að leggjast að henni en var fljótlega lengd og var það svo endurtekið í áföngum næstu árin fram á miðjan 6. ártug 20. aldar. Gerð hafskipabryggju hófst á árunum 1942-1943 austast á Grafarnesi. Fyrsti hluti bryggjunnar var 64 m að lengd en hún var lengd um 32 m árið 1946 með steinsteyptum kerjum og var dýpi við hana utanverða.

Úr: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 10. tbl. 2014, nr. 628

Grundarfjarðarhöfn

 

Lenging Norðurgarðs - 130 m lenging Norðurgarðs Grundarfjarðarhafnar 2019-2020: