Eldhamrar eru staðsettir innan Grunnskóla Grundarfjarðar og er deildin fyrir börn á aldrinum 5-6 ára, eða á síðasta ári í leikskóla. Grunnþættir menntunar sem fjallað er um í aðalnámskrá eru fléttaðir inn í daglegt starf Eldhamra. Grunnþættirnir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Leikskóladeildin er opin mánudaga til föstudaga kl 7:45 – 16:15.

Nánari upplýsingar:

Borgarbraut 19
Sími: 430 8550
Deildarstjórar: Hrafnhildur Bárðardóttir og Kristín Alma Sigmarsdóttir