Málsnúmer 1111004GRU

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 500. fundur - 26.06.2017

Lagður fram samningur um snjómokstur hjá Grundarfjarðarbæ, sem rann út 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingafullrúa að bjóða út snjómokstur hjá Grundarfjarðarbæ í samráði við verkstjóra áhaldahúss.

Bæjarráð - 502. fundur - 17.08.2017

Farið yfir gögn vegna útboðs á snjómokstri í Grundarfirði.

Skipulags- og byggingafulltrúa ásamt verkstjóra áhaldahúss falið að yfirfara gögnin og bjóða verkið út.

Samþykkt samhljóða.