Málsnúmer 1503056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 155. fundur - 09.04.2015

Guðmundur Runólfsson hf. kt.520175-0249 sækir um lóð norðan við Sólvelli 2 sem tengjast mun við byggingar að Sólvöllum 2. Með umsókninni fylgir þrívíddar teikning, ódagsett, sem sýnir stækkun.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun á lóð Sólvalla 2. Óskað er eftir drögum að lóðarblaði fyrir næsta fund miðað við stækkun húsnæðis og eldri lóðaleigusamninga.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 156. fundur - 06.05.2015

Á fundi 155 var óskað eftir drögum að lóðarblaði miðað við stækkun á lóð og eldri lóðarleigusamninga. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram drög miðað við lóðaleigusamninga og önnur gögn sem til eru.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi sendi eigendum Sólvalla 2 drög að nýrri lóð vegna stækkunar á húsnæði.