Málsnúmer 1503057

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 155. fundur - 09.04.2015

Lagt er fyrir lóðarblað vegna Sólvalla 13, dags:11.06.2011.
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar lóðarblaðinu. Forsendan er gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð en þar kemur fram að í þéttbýli er lögð áhersla á að almenningur geti komist að og meðfram vötnum, ám og sjó. Lóðarblaðið sýnir lóðarmörk út í grjótgarð við sjó.