Málsnúmer 1504004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 155. fundur - 09.04.2015

Mikligarður ehf, kt.460373-0189 sækir um lóðirnar Grundargötu 33 og Hamrahlíð 6. Húsnæðið er ætlað fyrir verslun á lágvörumarkaði í matvöru.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að taka lóðirnar frá í þrjá mánuði og óskar eftir viðræðum um byggingaráform Miklagarðs á svæðinu áður en lóðunum verður úthlutað.