Málsnúmer 1504005

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 4. fundur - 10.04.2015

Lagður fram ársreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2014. Fram kom að heildartekjur ársins voru 88,9 m. kr. og rekstrargjöld með fjármagnsgjöldum voru 53,3 m. kr. Rekstrarafgangur ársins var því 35,6 m. kr., samanborið við 30,9 m. kr. árið 2013. Heildarskuldir voru 35,7 m. kr. í árslok og lækkuðu þær um 10,6 m. kr. frá fyrra ári. Handbært fé frá rekstri var 39,4 m. kr., fjárfestingar 5,5 m. kr., fjármögnunarhreyfingar 28,9 m. kr. og handbært fé í árslok 25 m. kr.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning hafnarinnar fyrir árið 2014 og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.