Málsnúmer 1504010

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 4. fundur - 10.04.2015

Lagt fram bréf frá vegagerðinni, hafnardeild, þar sem greint er frá að í drögum að samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018 er áætlað fyrir framkvæmdakostnaði fyrir lengingu Norðurgarðs í Grundarfirði árið 2018. Óskað er eftir að hafnarsjóður staðfesti að hann sé tilbúinn að standa við skuldbindingu sína vegna þessara framkvæmda. Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður 207 millj. kr. árið 2018, sem skiptist milli ríkis og sveitarfélags. Miðað við 60 % kostnaðarhlutdeild ríkisins yrði kostnaður hafnarinnar 66,7 m.kr. fyrir utan virðisaukaskatt.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að mæla með því að áfram verði haldið við undirbúning verkefnisins. Hafnarstjóra og formanni stjórnar falið að vinna nánar að gerð áætlunar um heildarkostnað verkefnisins og kostnaðarhlutdeild aðila.