Málsnúmer 1504039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 469. fundur - 30.04.2015

Lagt fram og kynnt frumvarp til laga um breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar nr. 78/2002, með síðari breytingum. Með frumvarpinu er lagt til að frá og með árinu 2016 verði með auknum niðurgreiðslum tryggt að flutningur og dreifing á raforku til hitunar á íbúðarhúsnæðis verði niðurgreidd að fullu hjá þeim sem ekki eiga kost á fullri hitun með jarðvarma.

Tillaga að bókun:
”Bæjarráð Grundarfjarðar fagnar frumvarpi til laga um breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar nr. 78/2002, sbr. þingskjal 1172, mál 698, með síðari breytingum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að að tryggt verði frá og með árinu 2016 að flutningur og dreifing á raforku til húshitunar íbúðarhúsnæðis verði niðurgreidd að fullu hjá þeim sem ekki eiga kost á fullri hitun með jarðvarma.

Bæjarráð leggur eindregið til að frumvarpið verði samþykkt, en með þeirri breytingu að það nái einnig til niðurgreiðslu á opinberum byggingum í eigu sveitarfélaga á köldum svæðum, s.s. skóla, sundlauga og annarra þeirra bygginga sem notaðar eru í þjónustu við íbúa viðkomandi sveitarfélaga og að niðurgreiðslan verði miðuð við húshitunarkostnað á svæðum með meðaldýra hitaveitu.“

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillöguna og felur bæjarstjóra að senda umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis er greini frá efni samþykktarinnar.