Málsnúmer 1510010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 476. fundur - 22.10.2015

Lagður fram tölvupóstur Vegagerðarinnar frá 06.10.2015 til fyrirtækja í flutningaþjónustu þar sem boðuð er skerðing á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Jafnframt er spurt hvort fyrirtæki í flutningaþjónustu séu tilbúin að greiða hluta kostnaðar við vetrarþjónustu.
Bæjarráð Grundarfjarðar telur brýnt að aukið fjármagn fáist á fjárlögum til vetrarþjónustu svo Vegagerðinni sé mögulegt að sinna nauðsynlegri vetrarþjónustu. Ekki er hægt að ætlast til þess að fyrirtæki í flutningaþjónustu né aðrir vegfarendur greiði fyrir þá sjálfsögðu þjónustu sem hálkueyðing og snjóruðningur er. Jafnframt skiptir þjónusta þessi miklu máli fyrir sjúkraflutninga og annað öryggi vegfarenda.

Bæjarráð - 478. fundur - 03.12.2015

Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Vegagerðarinnar frá 23. okt. sl., varðandi mikilvægi góðrar vetrarþjónustu á vegum fyrir fyrirtæki í flutningaþjónustu og aðra vegfarendur. Jafnframt er þjónusta þessi grundvallar atriði fyrir sjúkraflutninga og annað öryggi vegfarenda.
Ennfremur lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar frá 10. nóv. sl, þar sem Vegagerðin tekur undir mikilvægi góðrar vetrarþjónustu.