Málsnúmer 1611007

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 11. fundur - 22.11.2016

Lagt fram bréf Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytisins frá 31. okt. sl., þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Grundarfjarðarbæjar fiskveiðiárið 2016/2017.
Samkvæmt því er úthlutun til Grundarfjarðar 157 þorskígildistonn, sem er 44,3% minni úthlutun en sveitarfélagið fékk á fiskveiðiárinu 2015/2016. Heildarkvóti til úthlutunar var skertur um liðlega 20% frá fyrra fiskveiðiári.

Hafnarstjórn mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Úthlutaður byggðakvóti til Grundarfjarðarbæjar er 44,3% minni en var á nýliðnu fiskveiðiári.
Niðurstaða þessi er algerlega óásættanleg. Engan veginn getur talist viðunandi að sveitarfélög búi við slíkt óöryggi í atvinnumálum eins og hér er raunin á.
Skorað er á sjávaútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta hið snarasta reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta.




Bæjarráð - 492. fundur - 24.11.2016

Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá 31. okt. sl., þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til Grundarfjarðarbæjar fiskveiðiárið 2016/2017.

Samkvæmt því er úthlutun til Grundarfjarðar 157 þorskígildistonn, sem er 44,3% minni úthlutun en sveitarfélagið fékk á fiskveiðiárinu 2015/2016. Heildarkvóti til úthlutunar var skertur um liðlega 20% frá fyrra fiskveiðiári.

Á fundi hafnarstjórnar Grundarfjarðar þann 22. nóv. sl., var svofelld ályktun samþykkt:

"Hafnarstjórn mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Úthlutaður byggðakvóti til Grundarfjarðarbæjar er 44,3% minni en var á nýliðnu fiskveiðiári.
Niðurstaða þessi er algerlega óásættanleg. Engan veginn getur talist viðunandi að sveitarfélög búi við slíkt óöryggi í atvinnumálum eins og hér er raunin á.

Skorað er á sjávaútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta hið snarasta reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta".

Bæjarráð Grundarfjarðar tekur heilshugar undir ályktun hafnarstjórnar og krefst þess að sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, endurskoði strax úthlutunarreglur sem notaðar voru við úthlutun byggðakvóta á þessu fiskveiðiári. Þannig að unnt verði að leiðrétta þá miklu skerðingu, sem orðið hefur á úthlutuninni milli fiskveiðiáranna 2015/2016 og 2016/2017. Ótækt er með öllu að búa við slíka skerðingu eins og raun ber vitni og stofna þannig atvinnuöryggi sjávarbyggða í hættu.

Samþykkt samhljóða.