Lagt fram upplýsingarit um einelti og kynferðislega áreitni á vinnustöðum, útg. af Vinnueftirlitinu. Ennfremur lögð fram reglugerð nr. 1000 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað frá 2. des. 2004. Kynntar voru hugmyndir að eineltisstefnu fyrir sveitarfélag eða vinnustað, sem byggir á reglugerð um einelti.
Skólanefnd telur mikilvægt að ávallt liggi fyrir á hverjum vinnustað sveitarfélagsins viðbragðsáætlun um það hvernig bregðast eigi við ef grunur leikur á að einelti sé til staðar á vinnustaðnum.
Skólanefnd mælir með því við bæjarstjórn að unnin verði heilstæð eineltisstefna fyrir Grundarfjarðarbæ.
Skólanefnd telur mikilvægt að ávallt liggi fyrir á hverjum vinnustað sveitarfélagsins viðbragðsáætlun um það hvernig bregðast eigi við ef grunur leikur á að einelti sé til staðar á vinnustaðnum.
Skólanefnd mælir með því við bæjarstjórn að unnin verði heilstæð eineltisstefna fyrir Grundarfjarðarbæ.