Málsnúmer 1611023

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 136. fundur - 16.11.2016

Undir þessum lið var fjallað um tímaáætlun skólanefndar hvert starfsár, heimsóknir í stofnanir og fundi nefndarinnar.

Jafnframt ræddi skólanefnd tímamót á leikskólanum í janúar 2017 þegar skólinn fagnar 40 ára afmæli. Skólanefnd mælir með því að haldin verði afmælishátíð af því tilefni, eins og lagt var til á 135. fundi nefndarinnar.