Málsnúmer 1611034

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 11. fundur - 22.11.2016

Gerð var grein fyrir ákvæðum reglugerðar 124/2015, sem tók gildi 5. feb. sl. Í reglugerðinni er lagt til að stuðlað verði að bættum loftgæðum og dregið verði úr mengun skipa sem liggja við bryggju með því að skylda þau til að nota rafmagn úr landi í stað skipaeldsneytis ef kostur er.
Hafnarstjórn tekur undir ágæti þessa ákvæðis reglugerðarinnar og mun koma því á framfæri við viðskiptavini hafnarinnar.