Málsnúmer 1705022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 499. fundur - 24.05.2017

Lögð fram auglýsing og reglur fyrir Vinnuskóla Grundarfjarðar sumarið 2017.

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 6. júní til 7. júlí, alls í fimm vikur. Vinnuskólinn er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Vinnutíminn er mánudaga til föstudaga, kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2017. Umsóknareyðublöð liggja hjá skólaritara grunnskólans og á bæjarskrifstofunni. Fyrirkomulag skólans er með sama sniði og verið hefur undanfarin ár.

Bæjarráð samþykkir fyrirkomulagið samhljóða.