Málsnúmer 1705026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 499. fundur - 24.05.2017

Kynntar hugmyndir að salernisgámum sem hugsanlegt væri að setja upp í bæjarfélaginu til að þjónusta þann mikla fjölda ferðamanna sem hér á leið um. Vöntun hefur verið á slíkri aðstöðu og ekki síst yfir vetrarmánuðina, þegar tjaldsvæðið er ekki opið.

Jafnframt farið yfir leiðbeiningamerkingar til ferðamanna um það hvar leyfilegt er að tjalda og gista í bæjarfélaginu.

Skipulags- og byggingafulltrúa falið að vinna áfram að framgangi þessara mála.

Bæjarráð áréttar það að einungis er leyfilegt að gista í tjöldum, húsbýlum eða vögnum, af hvaða tagi sem er, á tjaldsvæði bæjarins.

Samþykkt samhljóða.