Málsnúmer 1705028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 500. fundur - 26.06.2017

Lagt fram bréf Brúar lífeyrissjóðs, vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997. Í bréfinu eru raktar helstu breytingar sem þessi lagabreyting hefur á iðgjöld og lífeyrisskuldbindingar.

Ennfremur kemur fram að hjá Brú lífeyrissjóði er unnið að undirbúningi á uppgjöri við launagreiðendur um lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð, en uppgjörið mun taka mið af stöðu sjóðsins þann 31. maí 2017. Uppgjörið verður í þrennu lagi þ.e.: 1) Uppgjör á halla áfallinna lífeyrisskuldbindinga 31. maí 2017. 2) Uppgjör á reiknuðum framtíðarskuldbindingum frá 31. maí 2017 og 3) Uppgjör á varúðarsjóði.

Jafnframt kynnt afrit af bréfi Sambands ísl. sveitarfélaga frá 24. maí sl. til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi tillögur að reglugerðarbreytingum vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þessar breytingar taka mið að því að lágmarka þau áhrif sem skuldbindingar vegna umgetinna lagabreytinga á lögum, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, geti haft á fjármálareglur sveitarfélaga.