Málsnúmer 1708020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 502. fundur - 17.08.2017

Ræddar hugmyndir um aukinn opnunartíma sundlaugar, sem yrði með þeim hætti að einungis pottar og vaðlaug yrðu opin yfir vetrartímann. Miðað yrði við opnun í 4 klst. á dag, kl. 17-21 á virkum dögum og kl. 13-17 á laugardögum, en lokað yrði á sunnudögum.

Lagt fram yfirlit yfir aukinn kostnað vegna aukins opnunartíma sundlaugar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að tilraun verði gerð með slíka opnun.