Málsnúmer 1710040

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 14. fundur - 16.10.2017

Lögð fram kynning á fyrirhugaðri lengingu á Norðurgarði í Grundarfirði og efnistöku úr námum, sem fyrirhugaðar eru á vegum Grundarfjarðarhafnar. Greinagerðin er unnin af Vegagerðinni og dagsett í september 2017.
Áður en efnistaka úr námum heldur áfram þarf að kanna matsskyldu framkvæmdarinnar, sækja um framkvæmdaleyfi og breyta aðalskipulagi.

Jafnframt lögð fram tillaga að fyrirhugaðri viðbyggingu við Norðurgarðinn. Tillagan er unnin af hönnunardeild Vegagerðarinnar merkt tillaga I.
Hafnarstjóra og formanni stjórnar falið að vinna áfram að undirbúningi framkvæmda með Vegagerðinni.

Hafnarstjórn - 15. fundur - 05.04.2018

Lagt fram bréf Grundarfjarðarhafnar til samgönguráðherra frá 12. des sl., varðandi fjárveitingar til lengingar Norðurgarðs í Grundarfirði. Í bréfinu er óskað eftir fjárveitingum þ.a. hefja megi framkvæmdir á árinu 2018 eins og ráðgert var í gildandi samgönguáætlun áranna 2015-2018.
Hafnarstjóra og stjórnarformanni falið að vinna áfram í málinu og eiga fund með samgönguráðherra.

Hafnarstjórn - 2. fundur - 20.11.2018

Hafnarstjóri sagði frá stöðu mála varðandi undirbúning hafnarframkvæmda, við lengingu Norðurgarðs. Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur séð um hönnun og aðstoðað Grundarfjarðarhöfn með nauðsynlegan undirbúning.
Hafnarstjóri kynnti hugmynd um breytta legu á lengdum Norðurgarði, frá núverandi hönnun. Breytingin fælist í að hnika legu garðsins til um 7° til norðurs, þ.e. að legan verði 55° rv. í stað 62° rv. Það væri gert til að ná fram auknu öryggi við komu skipa, betra snúningsrými og hagstæðari nýtingu á efri hluta Norðurgarðs.
Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir að gerð verði öldulíkansprófun á hönnun garðsins með hliðsjón af báðum valkostum; upphaflegri hönnun og hönnun m.v. þessa breytingu.