Málsnúmer 1711013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 507. fundur - 21.11.2017

Lögð fram til kynningar teikning af fyrirhuguðum frágangi gangstétta við Grundargötu norðanverða, en þar er nú unnið að lagningu rafstrengs sem liggur frá nýju spennuvirki niður að höfn. Við framkvæmdina er ráðgert að bílastæðum við Grundargötuna að norðanverðu verði fækkað, sökum þess að gangstéttin verður breikkuð og ljósastaurar verða færðir að lóðarmörkum.

Byggingafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að kynna væntanlegar framkvæmdir fyrir húsráðendum aðliggjandi húsa og kanna hug þeirra til framkvæmdanna.

Málinu vísað að öðru leyti til nánari útfærslu í umhverfis- og skipulagsnefnd.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 508. fundur - 25.01.2018

Lagt fram bréf bæjarins ásamt teikningum að fyrirhuguðum framkvæmdum við Grundargötu vegna framkvæmda sjávarmegin við götuna, ofan við hús nr. 4-28.

Jafnframt lögð fram þrjú bréf húseigenda sjávarmegin við Grundargötu þar sem þeir gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir og óska eftir því að fallið verði frá því að breikka gangstétt við götuna, þar sem bílastæðum mun fækka við þá framkvæmd.

Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisnefnd að gera tillögur að úrlausn málsins m.t.t. sjónarmiða íbúa.

Samþykkt samhjóða.

Bæjarráð - 535. fundur - 26.08.2019

Farið var yfir þær framkvæmdir sem ráðast þarf í til að ljúka nauðsynlegum frágangi innanverðrar Grundargötu í tengslum við framkvæmdir sem hófust í kjölfar strenglagningar RARIK 2017. Skoðað verður nánar með frágang við sunnanverða götuna og samhliða rætt við íbúa götunnar.

Bæjarráð - 548. fundur - 24.06.2020

Fyrir fundinum lágu áður samþykktar vinnutillögur Verkís vegna frágangs á austanverðri Grundargötu. Bæjarráð ræddi fyrirhugaðar framkvæmdir og mögulegar tímasetningar. Málið er í vinnslu.