Málsnúmer 1801031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 508. fundur - 25.01.2018

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. janúar sl. varðandi innleiðingu á nýjum persónuverndarlögum.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í skólanefnd og felur jafnframt skólastjórnendum leik-, grunn- og tónlistarskóla að kynna sér málið.

Bæjarráð telur mikilvægt að kallað sé eftir áliti sérfræðinga á því hvernig best sé staðið að persónuverndarmálum í sveitarfélaginu, til samræmis við ný lög.

Samþykkt samhljóða.