Málsnúmer 1801037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 508. fundur - 25.01.2018

Farið yfir gögn og afgreiðslur vegna umsagna á rekstrarleyfisumsóknum gistiheimila í Grundarfirði.

Bæjarráð áréttar fyrri ákvarðanir bæjarstjórnar um að ekki séu veittar jákvæðar umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir í íbúðabyggð, þar sem sú starfsemi samræmist ekki gildandi skipulagsáætlunum, né ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og -reglugerðar nr. 90/2013 sem og ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010.

Bæjarráð bendir á að endurskoðun aðalskipulags sé í gangi, þar sem fyrirhugað er að leggja skýrar línur um fjölda gistirýma í íbúðabyggð í þéttbýli sveitarfélagsins. Þar til þeirri vinnu hefur verið lokið og aðalskipulag samþykkt verða ekki veittar jákvæðar umsagnir um ný rekstrarleyfi í samræmi við fyrri bókanir bæjarstjórnar. Áætlað er að endurskoðun aðalskipulags verði lokið fyrir lok kjörtímabilsins í lok maí nk.

Samþykkt samhljóða.