Málsnúmer 1801040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 508. fundur - 25.01.2018

Lagt fram bréf frá 17. janúar sl. þar sem óskað er eftir aukinni þjónustu við eldri borgara í Grundarfirði.

Slík þjónusta er annars vegar veitt af sveitarfélaginu í gegnum Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) og hins vegar af ríkinu í gegnum Heilsugæslu Grundarfjarðar.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar hjá FSS, en óskar jafnframt eftir því að haldinn verði fundur með fulltrúum FSS, heilsugæslu og dvalarheimilins Fellaskjóls með áherslu á aukna samvinnu aðila um bætta þjónustu við aldraða í Grundarfirði.

Samþykkt samhljóða.