Málsnúmer 1801041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 508. fundur - 25.01.2018

Lagt fram bréf Akraneskaupstaðar frá 16. janúar sl. varðandi samgöngur á Vesturlandi.

Bæjarráð tekur undir ályktun bæjarstjórnar Akraness, þar sem skorað er á samgönguyfirvöld um að bregðast nú þegar við ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og að frekara fjármagn fáist til úrbóta vegna tvöföldunar vegakaflans. Á undanförnum árum hefur margsinnis verið vakin athygli á brýnni nauðsyn þess að framkvæmdum á Vesturlandsvegi verði hraðað umfram þær áætlanir sem birtast í langtímasamgönguáætlun.

Að öðru leyti er vísað til Samgönguáætlunar SSV.

Samþykkt samhljóða.