Á fundi öldungaráðs þann 16. október 2017 var ákveðið að gera viðhorfskönnun á meðal eldri borgara í Grundarfirði. Menningar- og markaðsfulltrúi leggur fram drög að könnuninni sem reiknað er með að senda til 60 ára og eldri á næstunni.
Könnunin rædd og gerðar tillögur að breytingum. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að halda áfram með málið.