Málsnúmer 1803012

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 7. fundur - 07.03.2018

Öldungaráð hefur áhuga á að skoða heilsueflingu í samstarfi við Janus heilsueflingu sem einblínir á hreyfingu fyrir fólk frá 65 ára og upp úr.
Lagt er til að bæjarstjórn hafi samráð við Félags- og skólaþjónustuna á Snæfellsnesi ásamt HVE um að koma á verkefni meðal sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, sams konar því sem hefur verið innleitt í Hafnarfirði, Reykjanesbæ og víðar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 90. fundur - 20.05.2019

Bæjarstjóri fór yfir reynsluna af heilsueflingu 60 sem starfað hefur frá því í lok janúar sl. í samstarfi Félags eldri borgara og bæjarins, með stuðningi RKÍ-deildarinnar. Mikil ánægja hefur verið með þetta starf og stefnt er að því að það haldi áfram nk. haust.

Nefndin lýsir ánægju sinni með verkefnið og tekur heilshugar undir að það haldi áfram á komandi vetri.


Íþrótta- og tómstundanefnd - 91. fundur - 28.08.2019

Rætt um undirbúning að heilsueflingu 60 á komandi vetri. Verkefnið er samstarf Félags eldri borgara og Grundarfjarðarbæjar. Björg sagði frá undirbúningi starfsins sem fer fljótlega af stað. Í boði verða 4 tímar í viku í íþróttahúsi og líkamsrækt.
Nefndin þakkar Félagi eldri borgara fyrir metnaðarfullt starf. Styrktaraðilum og öðrum sem að koma er sömuleiðis þakkað fyrir sitt framlag.