Málsnúmer 1803013

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 7. fundur - 07.03.2018

Í mikilli snjóatíð eins og undanfarnar vikur ber því við að eldri borgarar eiga erfitt með að komast út úr húsi vegna skafla. Margir hverjir hafa ekki tök á að moka sjálfir og því veltir öldungaráð fyrir sér hvort Grundarfjarðarbær hafi hug á að bjóða upp á slíka þjónustu fyrir þá sem þurfa.
Öldungaráð leggur til að bærinn setji upp reglur um snjómokstur fyrir eldri borgara.