Veturinn 2014-2015 var lögð fram þingsályktunartillaga um embætti umboðsmanns aldraðra á Alþingi. Sú tillaga virðist hafa dagað uppi í þinginu og er það miður. Öldungaráð Grundarfjarðarbæjar hyggst beita sér fyrir því að tillagan verði að frumvarpi til laga með samstarfi við önnur öldungaráð í landinu.